CURAPROX enzycal tannkrem

Tannkrem

CURAPROX enzycal tannkrem

Tannkremið með framandi nafnið: laktóperoxídasakerfið eykur verndina. Þar sem það er laust við SLS veldur það sjaldnar ertingu og óþægindum á borð við munnangur.

Milt tannkrem, sterk munnheilsa

Úr hverju ætti tannkrem að vera búið til? Hvað er í raun og veru í tannkremum? Er þörf á öllum þeim efnum og eru þau heilsusamleg? Við spurðum okkur þessara spurninga þegar við ákváðum að næsta rökrétta skref í stækkun vöruframboðs okkar á eftir millitannburstum og tannburstum hlyti að vera tannkrem. Tannkremið átti að vera, rétt eins og aðrar vörur okkar, ánægjulegt og umfram allt áhrifaríkt án þess að vera skaðlegt. Mörg tannkrem á markaðnum valda ekki bara svörfun tanna og ertingu í munni heldur líka munnangri. Rannsóknar- og þróunarteymið okkar komst að hinni fullkomnu lausn: CURAPROX Enzycal tannkreminu.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Milt er nú í raun og veru sterkt: hreinsar án þess að valda skaða og styrkir með ensímum.

Milt er nú í raun og veru sterkt: hreinsar án þess að valda skaða og styrkir með ensímum.

Allt sem mögulega gæti verið skaðlegt hefur verið útilokað. Í staðinn styður Enzycal tannkremið við verndarhlutverk munnvatnsins og inniheldur engin ágeng efni. Hið ágenga freyðiefni SLS (Sodium Lauryl Sulphate) má finna í flestum tannkremum á markaðnum en í Enzycal hefur SLS verið skipt út fyrir náttúrulegt freyðiefni. Við höfum einnig lágmarkað olíur á borð við mentól og í Enzycal Zero höfum við losað okkur alfarið við þær. Jafnvel RDA-gildið er lágt. Í stað skaðlegra efna inniheldur Enzycal tannkremið laktóperoxídasakerfið með þremur ensímum sem eru þegar til staðar í munnvatni – þessum mikilvæga vökva í munnheilsu sem getur jafnvel gert við tannglerung. Verndar- og viðgerðarvirkni munnvatnsins er styrkt með laktóperoxídasakerfinu, sem kemur á sama tíma í veg fyrir munnþurrk. Enzycal tannkremið stuðlar að heilbrigðum tönnum, tannholdi og munni og er afar bragðmilt – svo milt að það hjálpar til í baráttunni gegn munnangri.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Slímhúðin í munninum hatar SLS

Slímhúðin í munninum hatar SLS

SLS ræðst á frumurnar í munninum. Það leiðir til ertingar og sára sem sýnt hefur verið fram á að geti leitt til eymsla og jafnvel munnangurs. SLS er engu að síður notað sem freyðiefni í nánast öll tannkrem.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Hversu skaðlegt er SLS heilsunni?

Hversu skaðlegt er SLS heilsunni?

Hætta er á því að SLS komist inn í líkamann gegnum munninn. Ekki hefur verið sýnt fram að SLS sé skaðlegt heilsunni en það er efni til skoðunar. Það kemur engu að síður spánskt fyrir sjónir að eitthvað sem notað er í hreinsiefni fyrir heimili og í iðnað til að þrífa olíu af gólfum sé að finna í nánast öllum tannkremum.

Enzycal er SLS-frítt sem verður til þess að þú færð mun sjaldnar munnangur. Engin umdeild efni sem brotið gætu sér leið inn í líkamann og valdið skaða. Í stuttu máli sagt: Enzycal tannkrem tryggir náttúrulega munnheilsu til langtíma.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Kjörið fyrir rafmagnstannbursta

Kjörið fyrir rafmagnstannbursta

Þar sem Enzycal er laust við SLS freyðir það ekki eins mikið og önnur tannkrem. Þetta getur verið fráhrindandi en auðvelt er að venjast því. Þessu fylgir einnig kostur: Minnkun froðunnar bætir áhrifin sem rafmagnstannburstar á borð við CURAPROX Hydrosonic hafa.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Laktóperoxídasakerfið örvar náttúrulega vörn munnvatnsins

Laktóperoxídasakerfið örvar náttúrulega vörn munnvatnsins

Ensímin í Enzycal tannkremi með laktóperoxídasakerfinu auka varnir munnvatnsins á náttúrulegan hátt: þessi ensím eru þegar til staðar í munnvatni. Verkefni þeirra er að koma jafnvægi á og auka til muna bakteríueyðandi og endurkalkandi virkni munnvatnsins.

Munnvatn er afar mikilvægt fyrir munnheilsu. Þökk sé ensímum og steinefnum verndar munnvatn tennur, tannhold, tungu og slímhúðina í munninum gegn tannsýklum og bakteríum. Munnvatnið hlutleysir pH-gildi munnholsins, slæst við skaðlegar bakteríur (og jafnvel veirur og sveppasýkingar) og leggur baráttunni gegn sýkingum í munni lið.

Ensím og steinefni á borð við flúoríð tryggja það að tennurnar séu verndaðar gegn tannskemmdum og tannholdið gegn bólgum og þar með tannvegsbólgu í kjölfar þess.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Hvernig virka þessi ensím?

Hvernig virka þessi ensím?

Ensímið amýlóglúkósadasi brýtur niður glúkan (t.a.m. sterkjur í tannsýklum). Það örvar einnig virkni ensímsins laktóperoxídasa í munnvatninu. Sem svörun við því hefst myndun hýpóþíósýanatjóna úr þíósýanatjónum og vetnisperoxíði, sem hefur mikla bakteríustöðvandi eiginleika. Þökk sé ensímunum þremur í Enzycal tannkreminu er þetta laktóperoxídasakerfi styrkt og bakteríuvöxtur þannig hindraður á náttúrulegan hátt.

Ensím 1 = amýlóglúkósadasi: Breytir pólýglúkani (í tannsýklum) í glúkósa.

Ensím 2 = glúkósaoxídasi: Breytir glúkósa í samkeppni við tannskemmandi bakteríur í glúkónat og hindrar þannig útbreiðslu baktería.

Ensím 3 = laktóperoxídasi með þíósýanati: H2O2 úr glúkósaumbreytingunni hvarfast við þíósýanat og myndar hýpóþíósýanat sem er náttúrulegt bakteríueyðandi efni sem finna má í munnvatni.

Með natríumflúoríði

Flúoríð styrkir glerunginn og veitir honum viðnám gegn sýru. Í ferlinu endurkalkar flúoríðið meira að segja glerung sem misst hefur kalk. Flúoríð hindrar vöxt skaðlegra baktería og kemur þannig í veg fyrir tannskemmdir.

Natríumflúoríð er einfaldasta flúoríðefnasambandið. Þessi einfaldleiki felur í sér mikilvægan ávinning: hann verður til þess að natríumflúoríðjónir verða á skjótan og auðveldan hátt til staðar fyrir glerung tannanna.

Önnur ástæða fyrir natríumflúoríði

Til samanburðar við natríumflúoríð myndar annar valkostur, amínflúoríð, örlítið sýrukenndar aðstæður í munni og þetta getur í sjaldgæfum tilfellum orsakað ertingu í slímhúð munnsins.

Þar að auki er amínflúoríð myndað með vetnisflúorbætingu amína sem koma úr dýrafitu og því fannst okkur að náttúrulegt natríumflúoríð væri fýsilegri kostur.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Tannkrem án flúoríðs?

Tannkrem án flúoríðs?

Já, Enzycal er einnig fáanlegt sem Enzycal Zero sem er án alls flúoríðs. Þetta tannkrem er hentugt fyrir „fagfólk“ í tannhreinsun og fyrir fólk sem kýs að nota ekki flúoríð. Þar sem það inniheldur ekki neinar mintuolíur heldur er það kjörið fyrir notkun meðan á hómópatameðferð stendur.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Glerungsvænt

Glerungsvænt

Öll Enzycal tannkrem innihalda minna af svarfefnum en gengur og gerist. Með RDA-gildi upp á aðeins 30 geta þau hreinsað afar mjúklega. RDA 60 hreinsar á aðeins ákafari hátt en þó innan öruggra marka. Tannkrem með RDA-gildi upp á 90 eða hærra ætti helst að forðast.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Ánægjulega milt bragð

Ánægjulega milt bragð

Hefðbundin tannkrem eru bragðsterk, oft svo bragðsterk að bragðskyni fólks er ofboðið. Ef aukaefni sem hafa áhrif á bragð eru óhóflega sterk geta þau leitt til ertingar í slímhúð munnsins og í sumum tilfellum valdið munnangri.

Enzycal tannkrem innihalda umtalsvert færri olíur en hefðbundin tannkrem. Rétt nóg til að halda bragðinu fersku án þess að það áreiti bragðskynið.

Enzycal Zero smakkast öðruvísi. Það er algjörlega laust við mintuolíur og hefur því sérstakt bragð. Hins vegar er það einmitt þetta sem gerir Enzycal Zero sérstaklega áhugavert ef ekki ómissandi fyrir þá sem aðhyllast hómópatíu: Fjarvera mintuolía gerir það að verkum að Enzycal Zero hefur engin áhrif á hómópatameðferð.

Bragðefni geta skaðað slímhúðina í munninum. Milt bragð Enzycal tannkremanna er því tákn um styrkleika þeirra.

xs
sm
md
lg