CURAPROX Tannburstar

Tannburstar

CURAPROX Tannburstar

Með Curaprox tannburstunum fjarlægir þú bakteríur frá erfiðustu svæðum munnsins, þökk sé hárfínum CUREN hárum tannburstans.

Hárfín tannholdsumhirða

Við höfum ekki gert neinar breytingar á CS tannburstunum okkar síðan við kynntum þá til sögunnar – af hverju ættum við að gera það? Tannlæknar og tannfræðingar mæla með þeim af heilum hug og viðskiptavinir okkar eru sömuleiðis yfir sig hrifnir: Einn þeirra heyrðist segja: „Ég held að tannholdið mitt sé ástfangið!“ Fólk sem er hrifið af fallegri og stílhreinni hönnun er himinlifandi yfir CS tannburstunum okkar og öllum regnbogans litunum sem þeir fást í. Leyndarmálið við alla tannburstana okkar – fyrir börn og fullorðna, sérfræðinga eða almennan markað – liggur í burstaþráðunum: í tannburstana okkar eru ekki notuð nælonhár heldur þræðir sem gerðir eru úr CUREN® og eru ótrúlega mjúkir og fíngerðir.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - CUREN® þræðir: sérlega mjúkir og áhrifaríkir og fyrirbyggja vandamál

CUREN® þræðir: sérlega mjúkir og áhrifaríkir og fyrirbyggja vandamál

Hvers vegna líta tannburstarnir frá Curaprox svona út og hvers vegna eru þeir svo mjúkir, þægilegir og áhrifaríkir? Þegar þú velur tannbursta mikilvægt að skoða burstahárin. Við framleiðslu á CURAPROX tannburstum er ekki notast við hefðbundna nælon þræði, líkt og á öðrum tannburstum, heldur notast við sérstaka CUREN® þræði. Með CUREN® þráðum er auðveldara að komast að erfiðum svæðum og hreinsa með ótrúlega mjúkum hætti:

  • tannholdslínuna
  • holur í tannvegi
  • milli tannanna
  • faldar sprungur
  • í kringum ígræði
  • spangir og teina.

xs
sm
md
lg