Leiðbeiningar

Rétt tannburstun með hefðbundnum tannbursta

Rétt tannburstun með hefðbundnum tannbursta

Galdurinn er að:

Beita tannburstanum skáhallt, helmingnum á tannholdið og helmingnum á tennurnar, og bursta með litlum hringhreyfingum, nánast án alls þrýstings. Það er í raun allt sem þarf.

Að sjálfsögðu er einnig til nákvæmari leiðarvísir

Ef þú manst hins vegar eftir stuttu leiðbeiningunum ertu strax á réttri leið: Þú ert að hreinsa tennurnar þínar og tannholdslínuna (gómlínuna) varfærnislega en sömuleiðis vel þökk sé hinum fjölmörgu CUREN® þráðum tannburstanna okkar. Þrýstingur, sér í lagi ef um meðalstíf eða jafnvel stíf burstahár er að ræða, veldur gjarnan skaða á tönnum og tannholdi.

Nákvæmar leiðbeiningar

Eftirfarandi leiðbeiningar eru til þess ætlaðar að hjálpa þér að hreinsa tennurnar þínar rétt. Það tekur svolítinn tíma að venjast litlu hringhreyfingunum nánast án alls þrýstings. Hins vegar á það sama við um tannburstun og skíðaiðkun, dans, skokk og stafagöngu: Æfingin skapar meistarann. Biddu tannlækninn þinn að fylgjast með árangri þínum.

Hreinsikerfið

Fylgdu alltaf sama mynstrinu. Fyrst allar tennur að utanverðu, svo allar að innanverðu, fyrst í neðri góm og svo í efri.

Litlar hringhreyfingar án þrýstings

Mundu að þessi tannbursti hreinsar tennurnar þínar þótt þú beitir nánast engum þrýstingi. Vertu því afar mjúkhent(ur).

Lærðu að hreinsa tennur vel

Þessi hreinsunartækni er kennd á iTop-námskeiðunum okkar sem fagfólk frá apótekum og tannskurðlækningastofum sækir. Þessi námskeið eru opin öllum.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Tennur í neðri gómi

Tennur í neðri gómi

1. Staðsetning: Byrjaðu að utanverðu í neðri gómi. Komdu hinum einstaklega mjúka CS 5460 tannbursta fyrir við aftasta jaxlinn, hálfum á tannholdinu og hálfum á tönninni. Snúðu tannburstanum svolítið niður að tannholdinu, í u.þ.b. 45 gráður. Þetta er mun auðveldara en það hljómar: Skaftið á CS 5460 tannburstanum er átthyrnt sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að halda á honum með réttum halla.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients -

2. Hringur að utanverðu: Færðu nú burstann í litlum hringhreyfingum frá aftasta jaxli að tönnunum tveimur fyrir miðju og þaðan að aftasta jaxli hinum megin. Taktu þér tíma, einbeittu þér að hverri tönn fyrir sig og framkvæmdu um fimm til tíu af þessum litlu hringhreyfingum á hverri tönn fyrir sig. Farðu aftur fyrir aftasta jaxl með litlum strokum og haltu áfram að innanverðu í neðri gómi (sjá 3.)

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients -

3. Hringur að innanverðu: Nú skaltu vinna þig eftir tönnunum með litlum hringhreyfingum nánast án alls þrýstings þar til þú kemur að aftasta jaxli hinum megin, þar sem þú byrjaðir (sjá 1.)

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Undantekning: Á bak við aftasta jaxl í neðri gómi

Undantekning: Á bak við aftasta jaxl í neðri gómi

4.Farðu umhverfis þennan jaxl með litlum hringhreyfingum. Það hjálpar að hafa CS 5460 tannburstann eins lóðréttan og hægt er.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Undantekning: Innan á fremstu tönnunum í neðri gómi

Undantekning: Innan á fremstu tönnunum í neðri gómi

5. Staðsetning: Hafðu CS 5460 tannburstann eins lóðréttan og hægt er svo hann nái yfir innanverða fleti framtannanna og hluta tannholdsins. Með þessum bratta halla skaltu færa burstann í litlar hringhreyfingar, fyrst á einni tönn innanverðri og svo á þeirri næstu. Ástæðan fyrir því að hreinsa þarf þetta svæði á þennan máta er sú að svæðið er of þröngt til að koma burstanum nógu vel að ef honum er beitt á hlið. Þetta svæði þarfnast sérstaklega vandlegrar burstunar því munnvatnskirtlarnir eru staðsettir beint fyrir neðan framtennurnar sem veldur talsverðu munnvatnsflæði. Af þessu leiðir að þetta er það svæði sem mest af tannsýklum hreiðra um sig.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Tennur í efri gómi

Tennur í efri gómi

6. Hringur að utanverðu: Byrjaðu einnig á aftasta jaxli að utanverðu. Staðsettu CS 5460 tannburstann með halla og hreinsaðu á sama hátt og lýst var í skrefum 1), 2) og 3). Haltu burstahausnum skáhallt að tannholdinu (í um 45 gráðu halla) og færðu burstann fram á við með litlum hringhreyfingum frá aftasta jaxli yfir framtennurnar og að aftasta jaxli hinum megin. Farðu aftur fyrir aftasta jaxl með litlum strokum og haltu áfram að innanverðu. Fikraðu þig til baka með litlum hringhreyfingum og nánast án alls þrýstings þar til þú kemur aftur að jaxlinum sem þú byrjaðir á.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Undantekning: Á bak við aftasta jaxl í efri gómi

Undantekning: Á bak við aftasta jaxl í efri gómi

7. Farðu umhverfis þessa jaxla með litlum hringhreyfingum. Það hjálpar að hafa CS 5460 tannburstann eins lóðréttan og hægt er.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Undantekning: Innan á fremstu tönnunum í efri gómi

Undantekning: Innan á fremstu tönnunum í efri gómi

8. Brattur halli, hringhreyfingar: Hreinsaðu framtennurnar að innanverðu á sama hátt og þú hreinsaðir innanverðar neðri framtennurnar, sjá 4) og 5). Hafðu CS 5460 tannburstann í eins bröttum halla og hægt er svo hann nái yfir innanverða fleti framtannanna og hluta tannholdsins. Burstaðu svo með litlum hringhreyfingum, fyrst á einni framtönn innanverðri og svo á þeirri næstu.

Antibacterial mouthwashes – enhanced using natural ingredients - Bitfletir

Bitfletir

9. Sérstaklega mikilvægt er að börn hreinsi bitfleti tannanna vandlega. Byrjaðu aftast og færðu þig smám saman framar með stuttum hreyfingum fram og til baka. Með auknum aldri er mögulegt að minni þörf sé á að hreinsa bitfletina. Aftur á móti getur aðeins tannlæknir metið það fyrir hvern einstakling.

Engir tveir einstaklingar eru eins

Hið sama á við um hvern mun, hverja tönn og hvert millitannasvæði. Þess vegna þarf tannhirða að vera aðlöguð að líkamsgerð, aldri og getu hvers einstaklings. Biddu tannlækninn þinn um ráðgjöf og þjálfun. Fullkomin, árangursrík og varfærin tannburstun er ekki eitthvað sem maður lærir bara á því að lesa um það. Æfingin skapar meistarann!

Aðstoð frá fagfólki

Láttu tannlækni reglulega fara yfir tækni þína við tannhirðu. Hann getur sagt þér nákvæmlega hvaða millitannasvæði er best að þrífa með tannþræði og hvar betra er að nota millitannbursta.

xs
sm
md
lg