Vörumerkið

Betri heilsa fyrir þig

Starfsfólk CURAPROX er með markmið:

Betri heilsu fyrir þig.

Betri heilsa fyrir þig

CURAPROX stendur fyrir þekkingu og miðlun færni til að tryggja fullkomna munnhirðu og munnheilsu. Frá árinu 1972.

Við kennum meira en einungis mikilvægi hvítra tanna og fersks andardráttar. Munnheilsa er grundvallaratriði þegar kemur að heilbrigðum líffærum og hraustum líkama.

Það er ástæða þess að CURAPROX þróar hvatningar- og þjálfunarnámskeið fyrir sérfræðinga. Á hverju ári þjálfum við og vottum þúsundir iTOP/CURAPROX munnhirðuleiðbeinenda víðs vegar um heiminn. Þeir hjálpa fólki að finna hvatningu og öðlast nauðsynlega færni til að halda munni sínum, tönnum og tannholdi í fyrirmyndarástandi. Þetta snýst allt um að hugsa til langtíma.

Aðferðir okkar virka því fólk finnur muninn. Með CURAPROX er skemmtilegt að tannbursta sig því það er svo auðvelt og jákvæðar niðurstöður sjást greinilega.

Í því samhengi mætti segja að vörurnar okkar séu „einungis“ leið að markmiðinu. Þær hjálpa til við að viðhalda hvatningunni fyrir góðri hreinsun. Það er þess vegna sem við vinnum baki brotnu að því að gera vörurnar okkar þær eftirsóttustu og bestu í heiminum – og gerum þannig yfir milljón manns að CURAPROX-aðdáendum á ári hverju.

Við erum ekki kölluð „svissneska tannþráhyggjufólkið“ að ástæðulausu.

xs
sm
md
lg